Jóhanna:Komið að ögurstundu í baráttunni um hver eigi Ísland

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir að komið sé að ögurstundu um hvort jafnaðarmönnum takist að halda undirtökunum og brjóta á bak aftur að fámenn valdaklíka íhaldsafla og sægreifa eigi áfram Ísland. Hún segir algerlega óásættanlegt að voldugir sérhagsmunagæsluhópar stefni efnahagslífinu í hættu.

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar hefur staðið yfir í allan dag í Reykjavík. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, flutti setningarræðu og uppskar dynjandi lófatak flokksfélaga sinna. Jóhanna kom víða við en undir lok ræðu sinnar gerði hún kjarasamninga og fiskveiðistjórnunarmálin að umtalsefni, en fyrir fundinum liggur meðal annars tillaga stjórnar þar sem flokkstjórn fordæmis kröfu Samtaka atvinnulífsins um að niðurstaða í fiskveiðistjórnunarmálum liggi fyrir fyrir gerð kjarasamninga.  Hún sagði grímulausa valdaklíku LÍÚ skirrist ekki við að þvinga Samtök atvinnulífsins til að taka alla kjarasamninga í landinu í gíslingu til að tryggja áframhaldandi forræði þeirra á auðlindunum í sjónum. Þetta háttalag verði ekki liðið, Samtök atvinnulífsins verði að snúa aftur að samningaborðinu án hótana eða skilyrða um mál sem ekkert erindi eiga í kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins.


Þá sagði hún baráttuna um auðlindir Íslands vera í hámarki og hafi staðið frá fyrsta degi stjórnarsamstarfsins, sem nú er rétt tæplega tveggja ára. Nú væri komið að ögurstundu, sem snúist um það hvort jafnaðarmönnum á Íslandi auðnist að halda undirtökunum og brjóta á bak aftur, að fámenn valdaklíka íhaldsafla og sægreifa á Íslandi eigi áfram Ísland. Nú væri að duga eða drepast.(ruv.is)

Ljóst er,að baráttan um Ísland hefur harðnað eftir dóm Hæstaréttar um að ógilda stjórnlagaþingið.Sjálfstæðisflokkurinn var alltaf á móti stjórnlagaþinginu og það hlakkaði í flokknum á alþingi,þegar tilkynnt var um dóm Hæstaréttar.3 af dómurunum,sem kváðu upp dóminn eru á móti sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum og sá fjórði er bróðir eins mesta kvótakóngs landsins og aðaleiganda Morgunblaðsins.Erfitt er að sjá hvernig þessir dómarar geta kveðið upp hlutlausan dóm um stjórnlagaþingið.DV segir,að 5 af 6 dómurunum,sem kváðu upp dóminn,hafi verið skipaðir i Hæstarétt af Sjálfstæðisflokknum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband