Sunnudagur, 30. janúar 2011
Langtímaleiga á kvótum: Alger svik á kosningaloforðum
Samtök atvinnulífsins og LÍÚ færa sig nú upp á skaftið í baráttunni um yfirráð kvótakónganna yfir sjávarauðlindinni.Þannig sagði Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA í dag,að útgerðin þyrfti að fá kvótana leigða til 50-60 ára.Kvótakóngarnir vilja sem sagt fá yfirráð yfir sjávarauðlindinni í langan tíma,svo langan,að líkast eign á kvótunum yrði um að ræða.Það er eðlilegt,að forsætisráðherra svari þessum aðilum fullum hálsi og mótmæli atvinnurekendum og kvótakóngunum í baráttunni um yfirráðin yfir Íslandi og sjávarauðlindinni.
Ekki kemur til greina að leigja sægreifunum kvótana í langan tíma.Það væru svik á kosningaloforðum stjórnarflokkanna um fyrningarleiðina.Þá væri verr af stað farið en heima setið.Í dag fá útgerðir að leigja kvóta til eins árs í senn.Það mætti lengja tímann um 1-2 ár en það er hámark.Og ekki má leigja út nema hluta kvótanna. Stjórnarflokkarnir verða að standa við kosningaloforðin eigi stjórnin að halda velli.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.