Mánudagur, 31. janúar 2011
Skattbyrði íslenskra heimila hækkaði um 1 prósentustig
Skattbyrði íslenskra heimila hækkaði að meðaltali um eitt prósentustig - úr 19,1% í 20,1% frá 2008 til 2009. Þetta er niðurstaða rannsóknar Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Stefáns Ólafssonar hjá Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands. Skattbyrðin hækkaði eða lækkaði mismikið milli tekjuhópa. Hún lækkaði hjá lægri- og mið-tekjuhópum, en hækkaði verulega í hátekjuhópum. Þannig hækkaði skattbyrðin hjá þeim 10% heimila sem mestar tekjur höfðu úr 19,5% í 24,2%. Höfundar byggja rannsókn sína á opinberum göngum Ríkisskattstjóraembættisins um raunverulega greidda tekjuskatta á árinu 2009.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.