Svíkur ríkisstjórnin kosningaloforð sín í sjávarútvegsmálum?

Erfitt er að átta sig á því hvort ríkisstjórnin ætlar að standa við kosningaloforð sín um réttlátar breytingar á kvótakerfinu og innköllun aflaheimilda á ákveðnum tíma ( fyrningarleið).Ekkert handfast hefur komið fram um það hvernig breytingar á kvótakerfinu verða útfærðar.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var mjög hörð og ákveðin í þessu máli á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sl. laugardag.Hún sagði að komið væri að ögurstundu í baráttunni um Ísland,baráttunni um sjávarauðlindina.Hún gagnrýndi SA harðlega fyrir að taka kjarasamninga í gíslingu vegna kvótamálsins.Ljóst er,að Jóhanna vill að það verði sett i stjórnarskrá,að þjóðin eigi sjávarauðlindina.Hún vill einnig að greitt verði auðlindagjald fyrir afnot af auðlindinni.Og hún vill innkalla veiðiheimildir.En ekki er ljóst hvort hún vill leigja núverandi handhöfum kvóta veiðiheimildir til langs tíma eins og LÍÚ og SA fer fram á.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðiflokksins túlkaði stefnu Jóhönnu í málinu þannig á alþingi í dag,að hún væri andvíg samningaleið.Ekki veit ég hvort sú túlkun er rétt.

Kvótakóngarnir vilja fá veiðiheimildir afhentar til mjög langs tíma.Það kemur að mínu áliti  ekki til greina.Ef það væri gert  yrði nýja kerfið verra en það gamla.Í dag hafa útgerðarmenn veiðiheimildir á leigu til eins árs í senn. Samt hafa þeir litið á kvótana eins og sína einkaeign. Hvað verður þá ef þeir fá kvótana leigða til langs tíma.Mun þeir þá ekki enn frekar slá eign sinni á þá. Ég tel það víst. Þess vegna kemur langtímaleiga á kvótum ekki til greina. Hún brýtur algerlega í bága við kosningaloforð stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband