Mánudagur, 31. janúar 2011
Hæstiréttur fór út fyrir svið sitt.Kosningarnar hefðu ekki verið gerðar ógildar,ef um alþingiskosningar hefði verið að ræða
Landskjörstjórn sagði af sér á föstudaginn var, þremur dögum eftir að Hæstiréttur tilkynnti um þá ákvörðun sína að ógilda stjórnlagaþingskosninguna. Ástráður segir að kosningin hafi verið afar óvenjuleg, og því ekki óeðlilegt að menn hafi velt því fyrir sér hvort einhverjir annmarkar kynnu að vera á henni sem gætu ógilt kosninguna.
Það er ýmislegt í ákvörðun Hæstaréttar sem ég get alveg tekið undir, eins og atriði sem varða auðkennistákn einstakra kjörseðla, segir Ástráður. Ég tel hinsvegar að miðað við þær forsendur sem liggja fyrir í þessu máli hafi ekki verið sýnt fram á eða gert líklegt að þau atriði sem fundið er að hafi áhrif á úrslit kosninganna, eða það að það væru einhverjir gallar þannig að kjósendur gætu ekki nýtt atkvæðisrétt sinn. Þar af leiðandi tel ég að ákvörðun Hæstaréttar, sé býsna fjarlæg niðurstaða.
Spurður um hvort hann telji niðurstöðuna röng, svarar hann: Niðurstaða Hæstaréttar er auðvitað staðreynd. Ég er sumsé að lýsa þeirri skoðun minni hér að efnisleg niðurstaða sem ógildi kosninganna fari út fyrir það svið sem ég tel að Hæstiréttur hefði átt að halda sig innan.(ruv.is)
Ég er sammála Ástráði.Ég tel,að Hæstiréttur hafi gengið of langt.Hann átti ekki að ógilda kosninguna,þar eð ágallarnir höfðu ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna.Ef um alþingiskosningar hefði verið að ræða og sömu ágallar verið á þeim og þessum kosningum til stjórnlagaþings hefðu kosningarnar ekki verið gerðar ógildar.Hæstiréttur hefði heldur ekki ógilt kosningarnar ef hér hefði setið ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins í stað þeirrar ríkisstjórnar,sem nú situr.Það var pólitískt ívaf í úrskurði Hæstaréttar.Þess vegna var úrskurðurinn eins og hann var.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.