Verðbólgan undir markmiðum Seðlabankans

Stjórnendur á meðal stærstu fyrirtækja landsins vænta þess að verðbólgan næstu 12 mánuði verði undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Þetta eru niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem Seðlabankinn hefur nú birt.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þannig gerðu forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir að verðbólga næstu tólf mánaða yrði 2,0% en í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust þeir við að árstaktur verðbólgu yrði 2,5%, eða í verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Það að stjórnendur vænti nú minni verðbólgu kemur ekki á óvart enda í takti við þá þróun sem opinberar spár hljóða upp á. Á sama tíma og könnunin var framkvæmd sem var snemma í desember var verðbólgan 2,6% en er nú komin niður í 1,8% og hefur hún ekki verið minni síðan í mars árið 2004.

Líkt og oftast hefur verið raunin þá væntir almenningur nokkuð meiri verðbólgu en stjórnendur fyrirtækja. Þannig vænti almenningur þess í desember síðastliðnum að verðbólgan yrði 4% næstu 12 mánuði.

Þó svo að almenningur sé þannig öllu svartsýnni en stjórnendur fyrirtækja hafa verðbólguvæntingar hjá almenningi eins og hjá stjórnendum lækkað þó nokkuð undanfarin misseri. Þetta ætti að teljast til jákvæðra tíðinda fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans þó svo að meginmarkmið peningastefnu Seðlabankans sé um þessar mundir að halda gengi krónunnar stöðugu. (visir.is)

Það hefur náðst mikill árangur í því að ná verðbólgunni niður.Ekki hefði verið reiknað með því að verðbólgan yrði komin niður í 1,8% í janúar eins og raun var á.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband