Ríkið,Framtakssjóður og Landsbanki taki Icelandic Group að sér

Slitnað hefur upp úr samningum Framtakssjóðs og Triton.En Framtakssjóður vildi selja starfsemi Icelandic Group erlendis.

Það er mikil spurning hvort selja eigi verksmiðjur og aðra starfsemi IG erlendis.Hér er um að ræða  mjög  mikilvæga starfsemi  og að mínu mati óaðskiljanlegan hluta Icelandic Group.IG var áður SH.Framtakssjóður keypti Vestia af Landsbankanum en inni í því er Icelandic Group.Að vísu hélt Landsbankinn  19% hlut í Icelandic Group.

Icelandic Group er gífurlega mikilvægt fyrirtæki,eitt mikilvægasta fisksölufyrirtæki landsins.Við eigum ekki að afhenda erlendum aðilum þetta fyrirtæki.Við eigum að halda því í okkar höndum.Ríkið,lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn eiga að taka höndum saman um að halda þessu fyrirtæki í höndum Íslendinga og efla það.Það er búið að afskrifa mikið af skuldum einkafyrirtækja undanfarið til þess að þau geti haldist áfram í eigu einkaaðila.En það eru takmörk fyrir því hvað unnt er að afskrifa mikið af skuldum einkafyrirtækja. Það er eðlilegra að ríkið komi inn í rekstur vissra einkafyrirtækja í stað þess  dæla aðeins inn í þau fjármagni,sbr. Sjóvá.

 

Björgvin Gupðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband