Sjálfstæðismenn styðja nýja Icesave samkomulagið

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis hafa lagt fram nefndarálit sitt vegna Icesave-frumvarpsins. Meginniðurstaða þeirra er að leggja til að frumvarpið verði samþykkt.
Umræða um málið er að hefjast á Alþingi.

Fyrir hönd Sjálfstæðsiflokks sitja í fjárlaganefnd þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Mat þeirra er að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka þessu máli á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir.

Í tilkynningu frá umræddum fulltrúum segir meðal annars:

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt á það áherslu að leitað yrði pólitískrar lausnar á þessu deilumáli. Í því fólst að því aðeins yrði gengið til samninga að þeir væru að viðunandi fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Með það í huga stóð flokkurinn að viðræðum nýrrar viðræðunefndar, þar sem stjórnarandstaðan á Alþingi átti fulltrúa. Krafan var að tekist yrði á við málið með nýjum hætti.
Miðað við þær forsendur sem við höfum nú, er ljóst að samningsniðurstaðan í Icesave-málinu er allt önnur og mun hagstæðari en sú sem ríkisstjórnin gerði að lögum í árslok 2009. Sú samningsskuldbinding sem þá lá á borðinu nam tæpum 500 milljörðum króna. Nú er álitið að samningsskuldbindingin geti numið innan við 1/10 af þeirri upphæð, eða um 47 milljörðum króna. Verði þróunin á eignasafni Landsbankans áfram hagstæð, eins og verið hefur undanfarið ár, mun þessi fjárhæð lækka enn frekar. "(visir.is)

Þetta eru mikil tíðindi.Sjálfstæðisflokkurinn barðist hatrammlega gegn fyrri samningum.En nú telur flokkurinn samninginn  það hagstæðan að  hagstætt sé að samþykkja hann.Það er rétt mat.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband