Fimmtudagur, 3. febrúar 2011
30 segja sig úr Sjálfstæðisflokknum
Enginn þeirra þingmanna sem fréttastofa ræddi við í morgun vildi deila afstöðu sinni opinberlega fyrr en eftir atkvæðagreiðslu um nýja Icesave-samninginn. Þeir sem rætt var við sögðu málið mjög viðkvæmt og skoðanir mjög skiptar.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sá sér ekki fært að veita fréttastofu viðtal fyrir hádegi í dag vegna anna. Á opinni fésbókarsíðu Bjarna hafa um 120 manns tjáð skoðun sína á afstöðu formannsins og þingmannanna. Þar eru óánægðir margfalt fleiri en þeir sem styðja málið. Þar er afstaðan sögð vera hneyksli, farið er fram á nýja forystu og vonbrigðum lýst svo eitthvað sé nefnt. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að 29 manns hefðu skráð sig úr flokknum frá því í gær.
Samband ungra sjálfstæðismanna og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafa sent frá sér harðorðar ályktanir. SUS telur tillögu fulltrúa sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu sem samþykkt var á landsfundi síðasta sumar um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga. Fjárlaganefndarmenn flokksins geri enga tilraun til að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. SUS segir þingmennina treysta því í blindni að nýjasti Icesave-samningurinn muni kosta skattgreiðendur 50 milljarða króna. Barnalegt sé að treysta á vonina eina. Við litlar breytingar á gengi íslensku krónunnar og endurheimtum úr búi Landsbankans muni kostnaður skattgreiðenda vegna samningsins margfaldast.(visir.is)
Mér kemur á óvart óánægja vissra sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar forustu Sjálfstæðismanna um að styðja nýtt Icesace samkomulag.Ég hygg þó að óánægjan hefði getað orðið enn meiri ef flokkurinn hefði tekið afstöðu gegn samkomulaginu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.