Átök innan Sjálfstæðisflokksins

Talsverð átök eru innan Sjálfstæðisflokksins um Icesave málið. Fulltrúar flokksins í fjárlaganefnd samþykktu nýja Icesave samkomulagið og gerðu það með blessun flokksforustunnar.Bjarni Benediktssonm formaður flokksins vildi samþykkja nýja samkomulagið og meirihluti þingflokksins fylgdi honum.Ungir sjálfstæðismenn eru óánægðir með þessa nýju stefnu og  nokkur hópur sjálfstæðismanna fylgir þeim. Öll forusta Sjálfstæðisflokksins stendur hins vegar saman um hina nýju stefnu.Óvíst er hins vegar hvaða hverjar afleiðingar átakanna í flokknum verða.

Sjálfstæðisflokkurinn  og stjórnarandstaðan voru með í ráðum um nýja Icesave samkomulagið.Stjórnarandstaðan fékk fulltrúa í nýju samninganefndina.Meira að segja virðist svo sem stjórnarandstaðan hafi átt hugmyndina að því að fá tiltekinn  erlendan sérfræðing til þess að leiða íslensku samninganefndina.Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan áttu því nokkuð í nýja samkomulaginu. Sjálfstæðisflokkurinn sýnir ábyrgð með því að gangast við þessu samkomulagi.Framsókn sýnir hins vegar ábyrgðarleysi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband