Föstudagur, 4. febrúar 2011
Ekki verði hvikað frá fyrningarleiðinni
Fyrir síðustu þingkosningar boðuðu báðir stjórnarflokkarnir fyrningarleið í sjávarútvegsmálum.Þetta voru skýr kosningaloforð hjá báðum flokkunum.Meirihluti nefndar,sem sjávarútvegsráðherra skipaði mælti með einhverju,sem kallað var samningaleið.Engin veit hvað sú leið þýðir. Olína Þorvarðardóttir,sem átti sæti í umræddri nefnd sagði,að eftir væri að semja um og ákveða útfærslu á þessari leið.Svo virðist þó sem meirihluti nefndarinnar hafi viljað hörfa frá fyrningarleiðinni að verulegu leyti.Svo virðist,sem meirihlutinn telji,að hann geti horfið frá fyrningarleiðinni,ef veiðiheimildir eru innkallaðar strax eða fljótlega og þeim úthlutað strax aftur til langs tíma,jafnvel til sömu aðila og höfðu veiðiheimildinar.Allir sjá,að þettu væru hrein svik. Ef kvótar eru innkallaðir til þess eins að úthluta þeim strax aftur til sömu aðila og til langs tíma er það verra en núgildandi kerfi.Það væri þá verið að festa í sessi ,að kvótagreifarnir hefðu kvótana um langan tíma. Það er alveg sama hvað fulltrúar ríkisstjórnarnir kalla mikið upp um að setja eigi í stjórnarskrá,að þjóðin eigi sjávarauðlindina og að útgerðarmenn verði að greiða sanngjarnt auðlindagjald fyrir afnot af auðlindinni.Þjóðin lætur ekki blekkjast.Það er nú þegar heimild fyrir því að innheimta gjald af afnotum af kvótunum og það er í lögum,að þjóðin eigi sjávarauðlindina.
Kjósendur krefjast þess,að stjórnarflokkarnir efni kosningaloforðið um fyrningu aflaheimilda á allt að 20 árum.Ef menn vilja gera þetta á skemmri tíma er það í lagi en ekki ef það kostar að láta kvótakóngana fá veiðiheimildir til langs tíma.Samfylkingin hefur samþykkt umbótaáætlun.Hún ætlar að starfa af heiðarleika.Hún ætlar að standa við loforð sín. Það þýðir,að hún getur ekki svikið kosningaloforðið um að fara fyrningarleiðina í sjávarútvegsmálum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.