Geir Haarde veitti Bjarna Ben.stuðning

Þetta var mjög góður og öflugur fundur. Formaður flokksins flutti greinargóða skýrslu þar sem hann gerði grein fyrir sinni afstöðu í málinu," sagði Geir H. Haarde í samtali við fréttastofu eftir fundinn í Valhöll í dag. Hann lýsir yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins.

„Ég er hér kominn til þess að sýna honum stuðning og samstöðu. Ég tel að hann og félagar hans í þingflokknum hafi tekið mjög ábyrga og málefnanlega afstöðu í þessu máli. Með henni hafi þau sýnt kjark í að leysa þetta mál og koma þjóðinni út úr þessu máli," sagði Geir.

Bjarni var meðal annars ítrekað hvattur til þess að beita sér fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um Icesave samninginn á fundinum í dag. (visir.is)

Fundurinn var fjölsóttur.Ég tel víst,að Bjarni Benediktsson hafi mikinn og breiðan stuðning í flokknum við sjónarmið sín í Icesave málinu.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband