Sunnudagur, 6. febrúar 2011
Segir Jóhönnu hafa komið með tillögu um langtímaleigu kvóta!
Friðrik J.Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ var gestur Sigurjóns Egilssonar Á Sprengisandi í morgun.Rætt var um kvótakerfið og hugsanlegar breytingar á því.Friðrik sagði,að hann og fleiri fulltrúar LÍÚ hefðu átt fund með forsætisráðherra,fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra á miðju sl. ári.Á þessum fundi hefði forsætisráðherra varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki væri unnt að fara svipaða leið með sjávarauðlindina eins og orkuauðlindirnar,þ.e. að leigja veiðiheimildirnar út til langs tíma eins og tíðkaðist með orkuauðlindir gegn auðlindagjaldi.Ef þetta er rétt hefur Jóhanna Sigurðardóttir ekki aðeins ljáð máls á langtímaleigu veiðiheimilda heldur lagt fram hugmynd þar um.
Þetta er ótrúlegt en ef þetta er rétt gengur það alveg í berhögg við kosningaloforð Samfylkingarinnar um fyrningarleið fyrir síðustu kosningar.Því verður ekki trúað,að Jóhanna Sigurðardóttir svíki helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar frá síðustu kosningum.Jóhanna hefur raunar talað þannig undanfarið um kvótakerfið að því verður ekki trúað,að hún hviki frá loforði Samfylkingarinnar um fyrningarleiðina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.