Mikil kjaraskerðing eldri borgara

Eldri borgarar hafa mátt sæta mikilli kjaraskerðingu að undanförnu. Þorri eldri borgara hefur ekki fengið neina hækkun á ellilífeyri sl. 2 ár  þrátt fyriir verðbólgu en á sama tíma hefur kaup láglaunafólks hækkað um 16%.Auk þess hafa sveitarfélögin,ekki síst Reykjavík hækkað, ýmis gjöld fyrir þjónustu til aldraðra,svo sem fyrir heimsendingu matar,aðgang að sundstöðum,þjónustugjöld í félagsmiðstöðum og  fráveitugjöld  þar eð afsláttur til aldraðra hefur þar verið felldur niður. Lyfjaverð hefur hækkað en það bitnar mest á eldri borgurum.

Allar þessar hækkanir þýða mikla kjaraskerðingu hjá eldri borgurum.Það er kominn tími til þess að snúa þessu við. Það þarf að bæta kjör eldri borgara og það strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Björgvin- það eru margir Elli og örorkulifeyrisþegar með útborgað 127. þúsund kr á mán.

   Lyf sem kosta 6oo kr í Englandi kosta 2800 kr her í Apotekum.

Borgin er hætt að hafa vatnsskatt og holræsagjöld inní fasteignaverði með afsl. fyrir eldra fólk nú rukkar OR fullt gjalt.

kv

Erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.2.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband