Nýtt neysluviðmið fær blendnar móttökur

Nýtt neysluviðmið,sem velferðarráðuneytið birti í gær fær blendnar móttökur.Það er m.a. vegna þess að birt eru mörg neysluviðmið,sem ruglar almenning í ríminu.Menn höfðu búist við því,að nýtt neysluviðmið mundi auðvelda mönnum að  átta sig á því hvað fólk þyrfti  til framfærslu en svo er ekki. Tölurnar leiða fremur í ljós hvað er en hvað þarf. Menn eru því engu nær á eftir en áður var. Neysluviðmið fyrir einstaklinga er tæp 292 þús kr. á mánuði. Þetta er nokkurn veginn sama tala og Hagstofan hafði birt í desember sl.,þegar neyslukönnun Hagstofunnar var birt en samkvæmt þeirri könnun nota einstaklingar að jafnaði 290 þús. kr. á mánuði til neyslu, Engir skattar eru inni í þeirri tölu.Hagstofan hefur um langt skeið birt niðurstöðu neyslukönnunar  og Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík hafa sagt,að Tryggingastofnun ætti að miða lífeyri aldraðra við umrædda neyslukönnun og því ætti lífeyrir aldraðra einhleypinga nú að vera 290 þús. á mánuði.Neysluviðmið einstaklinga,sem birt var í gær staðfestir að tala Hagstofunnar um neysluútgjöld er rétt.

Velferðarráðuneytið hefur valið þá leið að birta allar tölur eða öll neysluviðmið sérfræðinga,sem unnu að þessu án að taka til þess afstöðu.Ég efast um að það sé rétt leið. Það frestar því aðeins enn að lögfest sé eða ákveðið eitthvað neysluviðmið.Ráðuneytið ætlast til þess að nú sé farið að ræða mismunandi neysluviðmið og það getur tekið marga mánuði ,jafnvel mörg  ár.Á meðan  eiga bótaþegar að sætta sig við einhverja hungurlús til þess að lifa af.Forseti ASÍ sagði að það hefði þurft að ákveða hvað þyrfti til framfærslu en ekki hvað notað væri í dag til þess að framfæra sig.Það er rétt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband