Fyrningarleiðin: Er undanhald hafið?

Það glaðnaði yfir mörgum andstæðingum ranglætisins í kvótakerfinu,þegar báðir stjórnarflokkarnir,Samfylking og VG lýstu því yfir fyrir síðustu þingkosningar,að þeir vildu fara fyrningarleið í sjávarútvegsmálum,innkalla veiðiheimildir á löngum tíma og úthluta þeim á ný á sanngjarnan hátt gegn auðlindagjaldi.Mönnum var ljóst,að hér höfðu  þessir tveir flokkar fengið einstakt tækifæri til þess að framkvæma fyrningarleiðina og óvíst að slíkt tækifæri kæmi aftur.En því miður virðist margt benda til þess að báðir stjórnarflokkarnir séu nú á  undanhaldi í málinu.Sigmundur Ernir þingmaður Samfylkingarinnar var í Silfri Egils sl. sunnudag og þar talaði hann fyrir þeirri leið,sem LÍÚ er að heimta núna,þ.e. að kvótakóngarnir fái veiðiheimildunum úthlutað til langs tíma,20- 30 ára,sem að mínu mati væri verra kerfi en það sem við búum við í dag.Útgerðin hefur kvótana aðeins til árs í senn í dag og það er hvenær sem er (1.sept) unnt að breyta úthlutun,innkalla kvóta og úthluta nýjum aðilum.Ekki var að heyra annað en að Sigmundur Ernir væri ákafur talsmaður samningaleiðar og að hann vildi afhenda kvótakóngum veiðiheimildir til mjög langs tíma gegn auðlindagjaldi.Hann talaði mikið um að það væri að nást sátt í málinu.En það er engin sátt að ganga að kröfum   LÍÚ í þessu efni. Það er eins og Valgerður Bjarnadóttir segir:Það þarf að nást sátt við þjóðina en ekki við LÍÚ. Ef Samfylkingin hopar frá fyrningarleiðinni og afhendur kvótakóngum veiðiheimildir til langs tíma,15-25 ára eða lengur þá eru það hrein svik,mestu svik á kosningaloforðum í sögu lýðveldisins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta væru þvílík svik Björgvin.

En er þessi Sigmundur Ernir annars ekki að búa sig undir stjórn með Íhaldinu, ég heyri ekki betur.

Þetta er svona svipað og þegar ISG aflagði á einu bretti annars ágæta sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar í einni af sínum alræmdu Borgarnesræðum.

Það gerði hún án alls samráðs við fólkið í flokknum. Þetta einræðislega útspil hennar átti að friða LÍÚ forystuna og auðvelda henni sjálfri að komast í stjórn með íhaldinu sem að hún hafði alltaf þráð og sem hún svo loksins komst í með þvílíkum hörmungum fyrir þjóðina. 

Þetta var um svipað leyti og hún byrjaði að tala um þessi svokölluðu "samræðustjórnmál"

Þá hætti ég endanlega að styðja þennan flokk Samfylkinguna og hef ekki gert það síðan og hef heitið því að ég muni aldrei gera það svo lengi sem ég lifi. 

Síðar kom í ljós að þessi svokölluðu "samræðustjórnmál" hennar virtust aðeins vera eintal hennar sjálfrar við sjálfan sig og nokkra útvalda strákagutta í Sjálfstæðisflokknum. Það fékk nafni þinn G. Sigurðsson heldur betur að kenna á í Hrunstjórninni.

Kannski að Samfylkingin hafi nú samið við Bjarna Ben um að styðja ICESAVE 3 til þess að auðvelda ESB ferlið og í staðinn skyldu þeir passa þaða að klúðra þesari fyrningarleið og fara LÍÚ leiðina í sjávarútvegsmálum.

Það væri þá ekki í fyrsta en væntanlega síðasta sinn sem Samfylkingin hefði tækifæri á að svikja enn og aftur kjósendur sína í kvótamálunum og nú allt fyrir ESB hégómann ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband