Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Segir stjórnvöldum skylt skv. stjórnarskrá að birta ákvarðandi neysluviðmið
Velferðarráðherra kynnti í gær skýrslu sem hópur sérfræðinga vann um hinar mismunandi gerðir neysluviðmiðs. Ráðherra sagði í gær að ekki hefði verið ákveðið hvort og þá hvenær bætur í almannatryggingakerfinu kunni að hækka til samræmis við viðmiðin. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, bendir á að 76. grein stjórnarskrárinnar leggi stjórnvöldum þær skyldur á herðar að skilgreina þörf fólks til framfærslu. Greinin hljóðar svo: Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Gísli segir að þó svo að gott sé að fá skýrsluna sem lýsi neyslu fólks, og umræðu um hana í kjölfarið, þá sé mjög mikilvægt. Þrátt fyrir útkomu skýrslunnar hafi löggjafinn ekki enn brugðist við skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá um að setja ákvarðandi neysluviðmið. Honum sýnist skýrslan lýsa neyslu Íslendinga í raun en ekki því hver þörf fólks sé. Þá telji hann að í tölunum í skýrslunni felist vísbending um að margir lifi um efni fram eða þá að launin séu of lág.(ruv.)
Þessi ábending talsmanns neytenda er mjög athyglisverð.Hann telur sem sagt,að stjórnvöldum beri skylda til þess að skilgreina þörf fólks til framfærslu.76.grein stjórnarskrárinnar leggi stjórnvöldum þessa skyldu á herðar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.