Rétt að reisa álver á Bakka við Húsavík

Bæjarstjóri Norðurþings hvetur til þess að gengið verði til samninga við Alcoa um álver á Bakka. Búið sé að undirbúa það verkefni árum saman og tími til kominn að hefja atvinnuuppbyggingu.

Tveir af æðstu ráðamönnum Alcoa funduðu fyrir helgi með iðnaðarráðherra og Landsvirkjun og lýstu því þar yfir að fyrirtækið hefði enn fullan hug á að reisa álver við Húsavík. Landsvirkjun segist vera í viðræðum við fjóra til fimm ólíka aðila um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum.

Á Húsavík segir bæjarstjóri Norðurþings, Bergur Elías Ágústsson, þennan áhuga Alcoa ekki koma á óvart. Spurður hvort álver sé óskastaðan svarar Bergur að búið sé að vinna að því verkefni alllengi. Margir aðrir kostir hafi einnig verið skoðaðir.

"Þetta er sá kostur sem við höfum komist lengst með og teljum mjög fýsilegan fyrir okkar svæði," segir Bergur Elías. Verkefnið sé nægilega stórt til að geta byggt upp innviði samfélagsins, eins og rafdreifikerfi og hafnaraðstöðu. "Við erum með Alcoa í huga enda höfum við starfað með þeim síðan 2006," segir bæjarstjórinn.

En óttast bæjarstjórinn að ríkisstjórnin muni hindra saminga við Alcoa?

"Ég held ekki," segir Bergur Elías og ítrekar að búið sé að vinna að þessu verkefni í mörg ár. "Og nú er komin sú staða að menn fari að leiða það til lykta. Ef það er eitthvað sem Ísland þarf þá er það atvinnuuppbygging. Hér gefst tækifæri til þess," svarar bæjarstjórinn.(visir.is)

Þetta eru góðar fréttir. Það væri skynsamlegt að reisa minna álver á Bakka en upphaflega var ráðgert. Alcoa er opið  fyrir minna álveri og getur einnig fallist  á að reisa álver í  áföngum.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband