Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Nokkrir stjórnlagaþingsfulltrúar krefjast endurupptöku Hæstaréttar á máli varðandi lögmæti kosninganna
Fjalli Hæstiréttur að nýju um gildi kosninga til stjórnlagaþings er þess krafist að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, víki sæti við meðferð málsins. Krafa um endurupptöku málsins var afhent réttinum í dag.
Nokkur úr hópi þeirra 25 sem kosin voru til stjórnlagaþings krefjast þess að Hæstiréttur fjalli aftur um gildi kosninga til þingsins þar sem ákvörðun Hæstaréttar hafi byggt á ófullkomnum upplýsingum. Hæstiréttur fullyrði að það sé alkunna við framkvæmd kosninga að til að stemma af fjölda kjósenda sem komið hafa í kjördeild séu rituð niður nöfn kjósenda í þeirri röð sem þeir koma til að greiða atkvæði. Vegna þessa hafi verið hægt að rekja atkvæði til kjósenda og kosningarnar þar af leiðandi ekki leynilegar.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.