Miðvikudagur, 9. febrúar 2011
ASÍ vill aftur verkamannabústaði
Húsnæðismál skipa líkt og endranær stóran sess í aðgerðaáætlun ASÍ í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. Það er mat ASÍ að gera þurfi átak í að nýta hálfbyggt íbúðarhúsnæði sem félagslegt húsnæði. Koma þurfi á raunhæfu leigu- og kaupleigukerfi fyrir almennt launafólk meðal annars með því að efla húsaleigumarkaðinn. Það vekur athygli að sambandið vill endurvekja það fyrirkomulag sem lengi vel var tengt við verkamannabústaði. Til þess þurfi þó vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera.(ruv.is)
Mér líst vel á þessar hugmyndiur.Verkamannabústaðakerfið reyndist mjög vel og auðveldaði tekjulágum fjölskyldum að eignast húsnæði.Það var Páll Pétursson ráðherra Framsóknar,sem greiddi verkamannabústaðakerfinu náðarhöggið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.