Miðvikudagur, 9. febrúar 2011
Megnið af lífeyrinum fer i skatta og skerðingar
Kristín H.Tryggvadóttir,fyrrverandi skólastjóri,nú eftirlaunaþegi, segir frá því í dag,að ríkið og Tryggingastofnun hirði megnið af lífeyri þeim,sem hún fái (eigi að fá) úr lífeyrissjóði.Eftir skatta og skerðingar heldur hún aðeins 65 þús. kr. á mánuði,.Hún fær yfir 400 þús úr lífeyrissjóðði en heldur aðeins 65 þús kr. af þeirri upphæð. Hún greiðir 120 þús.í skatta á mánuði og 240 þús. á mánuði fyrir dvöl á Hrafnistu.Kristínu finnst það ósanngjarnt,að megnið af lífeyri hennar úr lífeyrissjóði sé hirtur af henni í skatta og skerðingar.Hún er lítið betur sett en sá sem aldrei hefur greitt neitt í lífeyrissjóð.Hún greiðir háa skatta en sá sem ekkert hefur greitt í lífeyrissjóð greiðir litla sem enga skatta.´Ég er sammála Kristínu.Það verður að breyta kerfinu. Það á að afnema skerðingar tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og lífeyrisþegar eiga að fá í hendur alla sína peninga,allan sinn lífeyri og greiða síðan sjálfir fyrir dvöl á hjúkrunarheimili. En auk þess þess tel ég,að til greina kæmi að veita einhvern skattafslátt vegna gjalda fyrir dvöl á hjúkrunarheimili.Núverandi kerfi er óviðunandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg Ótrúlegt Óréttlæti, og að mínu mati bara þjófnaður!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 9.2.2011 kl. 17:08
Það sem verst er við þetta allt saman er að núverandi stjórn skuli kall sig félagshyggjustjórn. Man ekki betur en Jóhanna hafi eitthvað verið að leiðrétta greiðslur frá TR þegar hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Varðandi skattamálin núna þá er hluti af lífeyrisgreiðslunum líka tvískattuður, það hlýtur Steingrímur að njóta til fullnustu, að geta tvískattað eldri borgara.
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.