Ríkisstjórnin verður að standa við fyrningarleiðina

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Fyrna á aflaheimildir á 15-20 árum. Þar segir svo m.a.:
Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,ræddi auðlindamálin í áramótaávarpi sínu um sl. áramót.Henni fórust m.a. svo orð: Auðlindir sjávar,orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti, sem fólgin eru í   vatninu,jafnt heitu sem köldu,eiga að vera sameign þjóðarinnar og þannig þarf að ganga frá málum að arðurinn renni með sanngjarnari hætti en verið hefur til allra Íslendinga.” Einar K.Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins túlkar þessi ummæli  þannig í Mbl., að forsætisráðherra vilji,að  nýtingarrétti  orkuauðlinda og fiskveiðiauðlindarinnar sé skipað með sambærilegum hætti.Ekki er ég sammála þeirri túlkun. Forsætisráðherra vill, að arðurinn af sjávarauðlindinni renni með sanngjarnari hætti en áður til Íslendinga. Ég er sammmála því.Hins vegar kemur ekki fram í áramótaávarpi forsætisráðherra hvernig hún vilji  haga fiskveiðistjórnuninni að öðru leyti.Það verður því að fara í kosningastefnuskrár stjórnarflokkanna til þess að athuga það. Þar kemur fram,að fyrna eigi aflaheimildir á allt að  20  árum.Þjóðin eigi að innkalla allar aflaheimildir.Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar.Það má fyrna aflaheimildir á skemmrri tíma en ekki lengri.Ég hefi ekki trú á því að  Samfylkingin hviki frá þessu stærsta kosningamáli flokksins.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd eða starfshóp til þess að fjalla um framkvæmd á kosningamáli stjórnarflokkanna, fyrningarleiðinni.Mistök  ráðherrans og ríkisstjórnarinnar voru þau að gefa kvótanefndinni það vegarnesti,að hún ætti að ná  sáttum við hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Það þýddi að nefndin átti  m.a. að ræða við LÍÚ.En vitað var að LÍÚ var á móti fyrningarleiðinni.Ljóst var því,að engar sættir yrðu nema annar aðilinn   gæfi eftir,ríkisstjórnin eða LÍÚ. Á meðan  kvótanefndin hélt fram kosningastefnumáli stjórnarflokkanna var LÍÚ í fýlu og neitaði að mæta í nefndinni. En síðan fór meirihluti kvótanefndarinnar að bakka og gefa eftir og þá mættu fulltrúar LÍÚ á ný. Meirihluti kvótanefndarinnar hafði hins vegar ekkert leyfi til þess að víkja frá fyrningarleiðinni.Þetta var kosningaloforð og sennilega var það einmitt þetta mál sem tryggði stjórnarflokkunum meirihluta á alþingi.Skemmst er frá því að segja,  að meirihluti kvótanefndarinnar samþykkti svonefnda samningaleið, sem byggist á því að úthluta útgerðarmönnum veiðiheimildunum til langs tíma( 15-30 ára). Greitt verði auðlindagjald fyrir kvótana.( fyrir nýtingarréttinn). Einnig er lagt til,að landsbyggin fái ákveðnar veiðiheimildir. Þetta er í rauninni verra skipulag en það sem gildir í dag.Þetta er afturför frá ríkjandi kerfi og festir í sessi um ókomna tíð yfirráð kvótagreifanna yfir veiðiheimildunum.Það var ekki það sem vakti fyrir stjórnarflokkunum, þegar  þeir lofuðu fyrningarleiðinni.
En hvernig á að úthluta veiðiheimildum á ný ,ef fyrningarleið er farin? Þar kemur einkum tvennt til greina: 1) Að bjóða upp aflaheimildirnar á frjálsum markaði. 2) að úthluta veiðiheimildum eftir ákveðnum reglum gegn auðlindagjaldi,sem væri ekki málamyndagjald eins og verið hefur heldur raunverulegt gjald.Einnig kemur til greina að fara báðar þessar leiðir. En hvaða leið sem farin verður við endurúthlutun aflaheimilda verður að gæta þess, að  nýir aðilar eigi greiðan aðgang inn í greinina og það þarf að tryggja dreifðum  sjávarbyggðum hlutdeild í aflaheimildum.Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði, að Ísland hefði brotið mannréttindi við úthlutun kvótanna og framkvæmd kvótakerfisins. Gæta verður þess, að framkvæmdin verði þannig í framtíðinni, að ekki verði um mannréttindabrot að ræða.Sanngirni og réttlæti þarf að gilda við úthlutun kvóta og allir að sitja við sama borð.Ekki kemur til greina að  úthluta veiðiheimildum til langs tíma eins og meirihluti kvótanefndarinnar leggur til.1-2 ár   í senn er hæfilegur tími.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband