34% hlutur í Högum seldur

Arion banki hefur selt dreifðum hópi lífeyrissjóða og öðrum fjárfestum 34% hlut í Högum ásamt kauprétti að 10% viðbótarhlut. Kaupverð er 4,1 milljarður. Skráning í kauphöll er fyrirhuguð síðar á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Hagar eru langstærsta verslunarfyrirtæki landsins og reka meðal annars Hagkaup og Bónus.

Félagið sem kaupir kjölfestuhlutinn heitir Búvellir slhf. og stærstu eigendurnir eru Hagamelur ehf., sem er félag í eigu Hallbjörns Karlssonar, Árna Haukssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og Tryggingamiðstöðvarinnar, Gildi lífeyrissjóður, SÍA I og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Fram kemur í tilkynningunni að enginn hlutur sé stærri en svo að svari til 8,5% eignarhlutar í Högum. Kaupin eru fjármögnuð með eiginfjárframlögum. 
 

„Við sjáum fyrir okkur að skráning Haga geti orðið mikilvægur áfangi í því að endurreisa íslenskan hlutabréfamarkað. Bankinn hefur verið ánægður með rekstur Haga undanfarin misseri þrátt fyrir erfitt árferði og efnahagur félagsins er traustur. Stjórnendur hafa unnið mjög gott starf og fá nú til liðs við sig hluthafahóp sem býr yfir mikilli reynslu á íslenskum smásölumarkaði," segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.

Kaupverðið er 4.140 milljónir króna. Á félaginu hvíla nettó vaxtaberandi skuldir að fjárhæð um 12,5 milljarðar króna miðað við efnahagsreikning félagsins 30. nóvember síðastliðinn og er heildarvirði félagsins samkvæmt því rúmir 24 milljarðar króna. Kaupverðið nemur 10 krónum á hlut en gengi samkvæmt kaupréttinum er 10% hærra.

Um kaupinn segir Hallbjörn Karlsson, einn af eigendum Búvalla: „Við sjáum fjárfestingu Búvalla í Högum sem langtímaverkefni og munum leggja áherslu á að félagið einbeiti sér að kjarnastarfsemi sinni. Við viljum að eignarhald félagsins verði sem breiðast, bæði í gegnum lífeyrissjóði og með beinni aðild einstakra hluthafa."

Stærstu eigendur Búvalla eru Hagamelur ehf. (félag í eigu Hallbjörns Karlssonar, Árna Haukssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og Tryggingamiðstöðvarinnar) (visir.is)

Ekki eru neinir fulltrúar Bónusfeðga meðan hinna nýju kaupenda.Ekki tókust samningar milli Jóhannesar Jónssonar og Arion banka um kaup þess síðarnefnda á Högum.Jóhannes heldur hins vegar Bónus í Færeyjum. Jón Ásgeir Jóhannesson segist hafa boðið Arion banka að greiða allar skuldir sínar við bankann á 7 árum en því tilboði hafi verið hafnað.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband