Ísland sendir skemmtilegt lag í Eurovision

Lagið „Aftur heim“ eftir Sigurjón Brink og Þórunni Ernu Clausen verður framlag Íslendinga til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Það sigraði í símkosningu Sjónvarpsins í gærkvöld.

Sigurjón lést fyrir skömmu en hafði ætlað sér að flytja lagið sjálfur. Sex vinir hans tóku það að sér, þeir Hreimur Örn Heimisson, Gunnar Ólason, Benedikt Brynleifsson, Vignir Snær Vigfússon, Matthías Matthíasson og Pálmi Sigurhjartarson.


Í öðru sæti í símakosningunni varð lagið "Ég trúi á betra líf" eftir Hallgrím Óskarsson. Magni Ásgeirsson söng lagið.


Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Düsseldorf í Þýskalandi í maí.(ruv.is)

 

Ég er ánægður með valið. Lagið  Aftur heim er fjörugt og skemmtilegt.Það eru góðir tónlistarmenn,sem flytja það og vonandi ná þeir góðum árangri í Dusseldorf.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband