Sunnudagur, 13. febrúar 2011
Ólafur Ragnar hefur lítinn áhuga á stjórnlagaþingi!
Ólafur Ragnar Grímsson,forseti Íslands,var gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag.Egill ræddi mörg mál við forsetann,þar á meðal um kosningarnar til stjórnlagaþings og þingið sjálft.Það kom greinilega fram í máli forsetans,að hann hafði ekki mikinn áhuga á stjórnlagaþinginu.Hann talaði um að klúðursblær hefði verið á framkvæmd málsins.Og að nýleg skoðanakönnun sýndi,að þjóðin hefði ekki mikinn áhuga á málinu.En hvers vega skyldi forsetinn hafa lítinn áhuga á stjórnlagaþingi.Jú,það er vegna þess,að rætt hefur verið mikið um breytingar á forsetaembættinu og Ólafur Ragnar hefur ekki áhuga á því.Hann vill hafa embættið óbreytt. Og þess vegna er best að vera ekki að róta mikið í stjórnarskránni.Stjórnlagaþing er óþarft segja margir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt Ólafur hefir litin áhuga eins og við hin. Það er meiningin að breyta lögum sem engin stjórnmálamaður hefir virt. til hvers að breyta. Hvað gera menn þegar við erum komnir með ESB lagabáknið yfir okkur þá verður aðalstarf þjóðarinnar Hæstiréttur og löggæsla.
Valdimar Samúelsson, 13.2.2011 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.