Mánudagur, 14. febrúar 2011
Atvinnuleysið 8,5%
Skráð atvinnuleysi var 8,5 prósent í janúar að meðaltali og hafði aukist um hálft prósentustig frá fyrra mánuði.
Fleiri karlar en konur eru án vinnu. Atvinnuleysi hjá körlum mælist rúm 9 prósent, ríflega 7,5 hjá konum. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum, rúmlega 14 prósent, en minnst á Norðurlandi vestra tæp 4 prósent. 9 prósenta atvinnuleysi mælist á höfuðborgarsvæðinu.
Tæplega helmingur þeirra sem voru atvinnulausir í lok janúar, eða rúmlega 7.200 manns, hafði verið atvinnulaus lengur en sex mánuði. Tæplega 4800 hafa verið atvinnulausir í meira en ár. Flestir án atvinnu eru á aldrinum 16-24 ára, eða 18 prósnent atvinnulausra. Atvinnuleysi hefur minnkað lítillega frá sama tíma fyrra. Það var 9 prósent að meðaltali í janúar í fyrra, hálfu prósentustigi meira en í ár.
Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í febrúar 2011 aukist og verði á bilinu 8,6 % til 8,9 %.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.