Atkvæðagreiðsla um Icesave á miðvikudag

Þriðja og síðasta umræða um Icesave samninginn fer fram á Alþingi á morgun. Atkvæðagreiðsla verður á miðvikudag. Tillaga Hreyfingarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu var felld á fundi fjárlaganefndar í kvöld.

Fjárlaganefnd Alþingis hélt fund að loknum þingfundi nú undir kvöld til þess að ræða Icesave samninginn. Meirihluti nefndarinnar samþykkti að taka málið úr nefndinni og verður því þriðja og síðasta umræða á Alþingi á morgun. Hreyfingin lagði fram breytingartillögu á fundinum í kvöld um að verði frumvarpið samþykkt þá muni lögin ekki taka gildi fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins fulltrúar Framsóknar og Hreyfingarinnar studdu þá breytingartillögu.(ruv.is)

Það er svo sannarlega tímabært að afgreiða þetta Icesavemál. Þetta er búið að vera alltof lengi hangandi yfir okkur.Ekkert mál hefur verið meira rætt og undirbúið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband