Útsvarshækkun í stað niðurskurðar í skólum

Borgarstjórn ákvað í dag að draga til baka hluta niðurskurðar til grunnskólanna sem átti að koma til framkvæmda á næsta skólaári. Hætt verður við að skerða kennslu en menntamálaráðherra hefur ekki viljað breyta grunnskólalögum svo að hægt yrði að stytta kennsluvikuna.

Þessar breytingar munu kosta borgina tvöhundruð milljónir króna sem verða að öllum líkindum fjármagnaðar með hækkun útsvars. Borgin hefur heimild til að hækka útsvarið um 0,08 prósentustig. Minnihlutinn gagnrýndi þetta harðlega á fundi borgarráðs í dag. Hugmyndir um sameiningar leik- og grunnskóla eru enn til skoðunar sem og hagræðing í rekstri mötuneyta og skólahúsnæðis og boðuðu foreldrar því til samstöðufundar gegn niðurskurði.



Foreldrar voru beðnir að sækja börn sín fyrr í dag vegna fundarins. Fjöldi foreldra og leikskólakennara kom síðan saman við ráðhúsið og fylgdist með umræðunum auk þess að mynda samstöðuhring um tjörnina.  Krafa þeirra er að staðið verði vörð um menntun barna.(ruv.is)

Sennilega er þetta skynsamlegra,þ.e. að hækka útsvörin í stað þess að skera niður kennslumagn í skólum og fleira.Það eru takmörk fyrir því hvað unnt er að skera niður í skólunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband