Fimmtudagur, 17. febrúar 2011
Fyrningarleiðin:Jóhanna á undanhaldi
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins spurði forsætisráðherra á alþingi í morgun um fiskveiðistjórnarkerfið og hvort stjórnin væri fallinn frá samningaleiðinni.Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra svaraði því til,að haldið yrði við samningaleiðina. Hins vegar væri óvíst hver leigutími fiskveiðiheimilda yrði.Rætt hefði verið um 10-20 ár og alveg upp í 40-50 ár.Miðað við þetta svar Jóhönnu er ljóst,að hún er á hröðu undanhaldi frá fyrningarleiðinni. Ef ríkisstjórnin ætlar að afhenda kvótakóngunum fiskveiðiheimildir á leigu til margra áratuga eru það hrein svik við fyrningarleiðina.Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu að fara fyrningarleiðina.Ég hygg að það kosningaloforð hafi fært þeim meirihluta á alþingi.Ef stjórnarflokkarnir svíkja fyrningarleiðina er grundvöllur ríkisstjórnar þessara flokka brostinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.