Fimmtudagur, 17. febrúar 2011
Hvað gerir forseti Íslands?
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að bjóða forsvarsmönnum kjósum.is, sem er undirskriftasöfnun vegna Icesave samningana á Bessastaði á morgun.
Óskað var eftir fundi með forsetanum þann 15 febrúar síðastliðinn vegna afhendingar undirskriftalista. Forsetinn bauð svo aðstandendum söfnunarinnar að afhenda listann klukkan þrjú í dag en talsmenn söfnunarinnar tjáðu forsetaskrifstofu að þeir þyrftu lengri tíma til að sannreyna undirskriftirnar. Því var ákveðið að fundurinn færi fram á morgun. (visir.is)
Menn bíða nú spenntir eftir því að heyra hvað forsetinn gerir varðandi staðfestingu laga um nýju Icesavesamningana.Skrifar hann undir lögin og staðfestir þau þar með eða neitar hann að skrifa undir og lætur leggja lögin undir þjóðaratkvæðagreiðslu.Þetta veit enginn nema forsetinn sjálfur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.