Þóra Arnórsdóttir vinsælasti sjónvarpsmaðurinn

Kvikmyndin Brim var valin mynd ársins á Edduverðlaununum sem afhent voru í kvöld. Myndin hlaut alls sex verðlaun.

Landinn fékk Edduna í flokknum Frétta- eða viðtalsþáttur ársins, og Gísli Einarsson, einn umsjónarmanna Landans, fékk Edduna sem sjónvarpsmaður ársins. Þóra Arnórsdóttir, aðstoðarritstjóri Kastljóssins, var valin vinsælasti sjónvarpsmaður ársins af lesendum visir.is.


Í flokknum Leikið sjónvarpsefni, hlaut Réttur II verðlaun. Leikkona ársins er Nína Dögg Filippusdóttir sem fékk Edduna fyrir leik í aðalhlutverki í Brim, og leikari ársins er Ólafur Darri Ólafsson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Rokland.


Stundin okkar fékk Edduna í flokknum Barnaefni ársins, og í flokknum Menningar- eða lífsstílsþáttur ársins, var þátturinn Fagur fiskur í sjó valinn. Leikstjóri ársins er Dagur Kári, fyrir mynd sína The Good Heart. (visir.is)

Mér sýnist,að þetta sé allt nokkuð vel valið.Ég er sérstaklega ánægður með valið á Þóru Arnórsdóttur sem vinsælasta sjónvarpsmannoinum.Hún er frábær sjónvarpsmaður.

 

Björgvin Guðmundssoin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband