Hrafn Gunnlaugsson misnotaði aðstöðu sína

Hrafn Gunnlaugsson  hlaut verðlaun sem heiðurslistamaður á Eddunni í gærkveldi.Hann var vel að því kominn.En hann misnotaði aðstöðu sína í þakkarræðu sinni,þegar hann tók við verðlaununum.Hann flutti pólitíska áróðursræðu,sem var mjög ósmekklegt við þetta tækifæri.Hann beindi máli sínu til forseta Íslands og hvatti hann til þess að staðfesta ekki lögin um nýjan Icesave samning og um leið réðist hann ósmekklega á alþingi.Ég minnist þess ekki að hafa heyrt neinn heiðurslistamann  áður misnota aðstöðu sína á þennan hátt. Þetta var frámunalega ósmekklegt og ekki Hrafni til sóma.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband