Þingflokkar stjórnarflokkanna ræddu ákvörðun forseta

Þingflokksfundum ríkisstjórnarflokkanna lauk í kvöld. Skiptari skoðanir voru meðal þingmanna VG vegna ákvörðunar forsetans um að vísa Icesave-málinu til þjóðarinnar, enda kusu nokkrir þingmenn(2) með því að málið færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Innan Samfylkingarinnar virtust þingmenn hins vegar nokkuð einhuga og undrandi á ákvörðun forsetans.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, taldi enn og aftur mikilvægt að skoða hvort hægt væri að kjósa til stjórnlagaþings, jafnframt því að gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Kosningarnar yrðu innan tveggja mánaða. Jóhanna sagðist hafa heyrt óformlega í Hollendingum, sem segðu að það væri borin von um að semja aftur um Icesave-skuldina.(visir)

Ítrekaðar ákvarðanir forseta um að synja málum staðfestingar og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu leiðir hugann að því hvort forseti eigi að hafa málskotsrétt.Ef til vill er nær að setja fastar reglur í lög og stjórnarskrá um það hvað marga kjósendur þarf til þess að fá þjóðaratkvæðagreiðslu og afnema síðan málskotsrétt forseta.En jafnframt þyrfti þá að ákveða hvaða mál ættu heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.Fjárhagsmálefni,þar á meðal skattamál ættu að vera undanskilin svo og milliríkjasamningar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband