Mánudagur, 21. febrúar 2011
Þingflokkar stjórnarflokkanna ræddu ákvörðun forseta
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, taldi enn og aftur mikilvægt að skoða hvort hægt væri að kjósa til stjórnlagaþings, jafnframt því að gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Kosningarnar yrðu innan tveggja mánaða. Jóhanna sagðist hafa heyrt óformlega í Hollendingum, sem segðu að það væri borin von um að semja aftur um Icesave-skuldina.(visir)
Ítrekaðar ákvarðanir forseta um að synja málum staðfestingar og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu leiðir hugann að því hvort forseti eigi að hafa málskotsrétt.Ef til vill er nær að setja fastar reglur í lög og stjórnarskrá um það hvað marga kjósendur þarf til þess að fá þjóðaratkvæðagreiðslu og afnema síðan málskotsrétt forseta.En jafnframt þyrfti þá að ákveða hvaða mál ættu heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.Fjárhagsmálefni,þar á meðal skattamál ættu að vera undanskilin svo og milliríkjasamningar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.