Mánudagur, 21. febrúar 2011
Hverfur Icesave "skuldin" ,ef málið verður fellt?
Ég vil ekki greiða óreiðuskuldir þeirra,sem stofnuðu Icesave reikningana í Bretlandi og Hollandi.Þetta sagði maður nokkur við mig eftir ákvörðun forsetans í gær.Þetta er eðlilegt sjónarmið og raunar var ég þessarar skoðunar fyrst eftir bankahrunið.En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Ríkisstjórn Geirs H.Haarde samþykkti strax í nóvember 2008 að hún vildi semja um Icesave við Breta og Hollendinga og greiða lágmarksupphæðir.Geir og Davíð Oddsson ( þá Seðlabankastjóri) skrifuðu undir plagg til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem staðfesti þessa skuldbindingu Íslands.Alþingi samþykkti að fara bæri samningaleiðina í stjórnartíð Geirs H.Haarde.Núverandi ríkisstjórn tók við málinu af ríkisstjórn Geirs og hefur reynt að ná sem hagstæðustum samningum en ekki var í boði eftir forsögu málsins að semja ekki.Stefán Már lagaprófessor telur að mjög óvíst sé hvernig dómsmál í Icesave málinu færi vegna skuldbindinga Íslands 2008 og síðar um að Ísland vilji fara samningaleiðina.Hann segir: Betri lögfræðingar en ég telja,að málið gæti tapast.
Icesave málið hverfur ekki þó það verðu fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá fer málið fyrir dómstóla og allar líkur á að Ísland verði að greiða mikið meira en samkvæmt núverandi samningi. Við megum ekki blekkja okkar á því að halda því fram,að Icesave "skuldin" hverfi ef nýju lögin um málið verða felld. Allar líkur eru á að við fáum það þá í hausinn með auknum þunga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.