Miðvikudagur, 23. febrúar 2011
Björg undrandi á rökstuðningi forseta
Forsetinn segir að þar sem Icesave málið hafi verið lagt í dóm þjóðarinnar í fyrra hafi hún farið með endanlegt löggjafarvald í málinu þá. Málið sé enn á forræði þjóðarinnar þar sem ekki sé víðtæk sátt um að Alþingi eigi lokaorðið. Með rökstuðningi sínum hefur forsetinn að margra mati mótað nýjar kenningar í stjórnskipunarrétti.
,,Mér finnst nýstárlegt að skýra íslenska stjórnskipun með þeim hætti að segja að þjóðin fari með löggjafarvaldið. Það sem ég hef talið rétt er að samkvæmt stjórnarskránni þá eru það Alþingi og forseti Íslands sem fara með löggjafarvaldið, segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti.
Samkvæmt þessari nýju kenningu hafi orðið grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun.
Verði Icesave lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu og samþykki Alþingi enn á ný lög um málið má velta fyrir sér hvort þau fari ekki sjálfkrafa í þjóðaratkvæði, þar sem þjóðin fer með löggjafarvaldið samkvæmt kenningu forsetans.
,,Ég vil ekki leggja of mikið út af því hvernig þessi nýja kenning virkar. Ég átta mig ekki alveg á því, út frá stjórnarskránni hvernig hún virkar. Ég vil bara undirstrika að það er alveg ljóst að þjóðin er uppspretta löggjafarvaldsins en það þýðir ekki að þjóðin fari með löggjafarvald. Ég held að það sé gífurlega stór munur á þessu tvennu. En ef það er orðið viðtekið að þjóðin fari með löggjafarvaldið held ég að við þurfum að hugsa þetta kerfi upp á nýtt.(ruv,is)
Ég er alveg sammála Björgu.Ég tel,að sú fullyrðing forseta að þjóðin fari með löggjafarvaldið standust ekki.Það er alþingi og forseti sem fara með löggjafarvaldið samkvæmt stjórnarskránni.Björg segir,að þjóðin sé uppspretta löggjafarvaldsins en það þýði ekki að þjóðin fari með löggjafarvald.Forsetinn er að reyna að búa til nýjar kenningar í þessu efni vegna þess það hentar honum nú en hann getur ekki breytt stjórnarskránni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.