Miðvikudagur, 23. febrúar 2011
Taka ber málskotsréttinn af forseta Íslands.Ólafur Ragnar hefur misnotað þennan rétt
Rétt er að afnema það ákvæði stjórnaskrárinnar að forseti geti neitað að undirrita lög og vísa þeim í þjóðarkvæðagreiðslu.Eðlilegra er að 15-20 % atkvæðisbærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um viss málefni.Skattamál og önnur fjárhagsmálefni ættu þó að vera undanþegin svo og milliríkjasamningar nema aðild að ríkjasamböndum, ef alþingi ákveður það.Ljóst er,að Ólafur Ragnar Grímsson hefur misnotað heimildina um að skjóta málum til þjóðarinnar.Hann er farinn að trufla löggjfarsamkomuna með því að neita að undirrita lög,sem 70% þingmanna hefur samþykkt.Þetta mundi ekki hafa geta gerst í nokkru öðru ríki en Íslandi,þar sem þingræði ríkir,að þjóðhöfðinginn neitaði að undirrita lög sem aukinn meirihluti ( 70%) þings hefði samþykkt. Ólafur Ragnar hefur greinilega farið út fyrir sitt svið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.