Miðvikudagur, 23. febrúar 2011
Eiríkur Bergmann ræðir brottvikningu forseta
Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, bendir á að Alþingi geti beitt 11. grein stjórnarskrárinnar til að leysa forseta Íslands frá embætti áður en kjörtíma hans er lokið.
Eiríkur ritaði grein í DV í vikunni. Þar bendir hann á að lagaprófessorarnir Ólafur Jóhannesson og Þór Vilhjálmsson hafi talið að beitti forseti Íslands málsskotsrétti sínum kæmi í raun til uppgjörs á milli forsetans annars vegar og þings og ríkisstjórnar hins vegar.
Því myndi þingið hugleiða að beita 11. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að hægt sé að leysa forseta frá embætti áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu sem til er stofnað að kröfu Alþingis, en á þingi þarf sú krafa að hafa hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna.
Í grein sinni segir Eiríkur heimildir herma að ríkisstjórnin sé svo að niðurlotum komin í málinu að leiðtogar hennar hugleiði það í fúlustu alvöru að láta sverfa til stáls.
Þá segir Eiríkur að með því að synja lögum Alþingis í þrígang hafi Ólafur Ragnar gjörbreytt embætti forsetans - allavega frá því sem það var í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur.(visir.is)
Enda þótt ég sé óánægður með það hvernig forsetinn hefur misbeitt valdi sínu vil ég ekki ganga svo langt að víkja honum úr embætti.Ef frá er talið þetta sérstaka mál hefur forsetinn á margan hátt staðið sig vel.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.