Föstudagur, 25. febrúar 2011
Frumvarp um skipan stjórnlagaráðs.Ögmundur á móti
Hann segist ekki styðja þá hugmynd að skipa stjórnlagaþingsráð með þeim 25 sem urðu efstir í stjórnlagaþingskosningunum. Hann segir að hlíta eigi úrskurði Hæstaréttar í málinu. Ögmundur segir að ef þetta verði niðurstaða Alþingis þá verði það niðurstaða Alþingis. Sú niðurstaða fáist þó ekki með hans atkvæði eða stuðningi.(ruv.is)
Það er skaði,að ríkisstjórnin skuli ekki vera einhuga um skipan stjórnlagaráðs.Svo virðist,sem það hefði ef til vill verið brýnna að ríkisstjórnin hefði reynt að koma sér saman um skipan mála varðandi stjórnlagaþing eftir að hæstiréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ógildar í stað þess að skipa nefnd um málið. En um leið og ákveðið var að skipa nefnd allra flokka um málið var ljóst,að komið gæti tillaga frá nefndinni,sem allir í stjórninni væru ef til vill ekki sáttir við.Það kom á daginn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er svona frekar glatað hjá Ögmundi.
hilmar jónsson, 25.2.2011 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.