Föstudagur, 25. febrúar 2011
Þjóðaratkvæði um Icesave 9.april
Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave frumvarpið verður 9. apríl samkvæmt tillögu sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Eins og kunnugt er vísaði Ólafur Ragnar Grímsson Icesave í dóm þjóðarinnar á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar síðastliðinn sunnudag.
Þetta er í annað sinn sem þjóðaratkvæðagreiðsla er haldin um lög sem Alþingi setur.(ruv.is)
Það verður spennandi að sjá hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan fer.Skoðanakannanir sýna,að meirihlutinn vilji samþykkja Icesave samkomulagið og sennilega verður það niðurstaðan. En langt er þar til atkvæðagreiðslan fer fram og allt getur gerst.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.