Kjör öryrkja eru til skammar

Mikið er nú rætt um kjör öryrkja í tilefni af rannsókn á þeirra högum og útkomu skýrslu um kjör þeirra og aðstæðar.Skýrslan dregur það fram,sem var vitað,að kjör öryrkja eru mjög slæm.Vissir fjölmiðlar hafa ruglað þessa mynd með því að birta villandi upplýsingar um kjör öryrkja.

Einhleypur öryrki,sem ekki hefur neinar tekjur aðrar en bætur almannatrygginga fær 159 þús í lífeyri frá almannatryggingum eftir skatt.Öryrkjar hafa lýst því,að erfitt sé að draga fram lífið af svo lágum bótum.Öryrki sem hefur greitt í lífeyrissjóð er lítið betur settur,þar eð þá kemur ríkið og hirðir mikið í skatta og skerðingar (Tryggingastofnun) Öryrki,sem fær 50 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði fær 5 þús. kr. meira á mánuði í lífeyri  en sá sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð.Hann fær 132 þús kr, á mánuði frá almannatryggingum og 32 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt eða samtals 164 þús. kr. miðað við 159 þús. á mánuði  ,sem sá fær sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð. Þetta kerfi er til skammar.Og um leið og öryrki fer í sambúð eða býr með öðrum missir hann heimilisuppbótina,sem er yfr 27 þús. á mánuði. Það verður að gerbreyta þessu kerfi.Og það verður að hækka bætur öryrkja strax en ekki að setja málið í nefnd.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband