Kjörum aldraðra og öryrkja haldið niðri!

Frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2010 hækkuðu laun láglaunafólks um 16%.Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu.Nokkur verðbólga var á þessu tímabili og því lækkaði lífeyrir lífeyrisþega að raungildi til á þessu tímabili.Aldraðir og öryrkjar hafa því mátt sæta kjaraskerðingu á sama tíma og launþegar hafa fengið kauphækkanir.Þetta er til skammar.Laun (lífeyrir) aldraðra og öryrkja  eiga að hækka  þegar laun láglaunafólks hækka,hlutfallslega jafnmikið.Og í rauninni þarf lífeyrir lífeyrisþega að hækka talsvert meira en laun á almennum vinnumarkaði, þar eð   lífeyrir aldraðra og öryrkja er alltof lágur  og það þarf nálega að tvöfalda hann svo viðunandi sé.

Nú standa yfir samningaviðræður um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði. Það liggur í loftinu að samið verði um talsverðar launahækkanir.Þá mun lífeyrir sjálfsagt hækka sambærilega.En það ert ekki nóg.Lífeyrir þarf að hækka talsvert meira en laun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband