Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Fjöldi öryrkja ekki meiri hér en í grannlöndum okkar
Ný rannsókn á högum öryrkja leiðir í ljós,að kjör þeirra eru mjög slæm. Rannveig Traustadóttir prófessor í fötlunarfræði fór fyrir starfshópi,sem stóð að rannsókninni.Rannveig segir,að mjög margir öryrkjar búi við fátækramörk. Þeir hafi ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum.Einhleypur öryrki,sem hefur ekki neinar tekjur nema frá almannatryggingum hefur aðeins 159 þús. kr. í lífeyri á mánuði.Ef þeir hafa einhverjar aðrar tekjur,t.d. fyrir vinnu eða frá lífeyrissjóði skerðast tryggingabætur þeirra strax,t.d.fellur heimilisuppbót að fjárhæð 27 þús. þá strax niður.Af þeim sökum eiga öryrkjar mjög erfitt með að vinna sig út úr örorkunni.Margir þeirra hafa ekki efni á því að fara til tannlæknis.Menn verða öryrkjar af mörgum ástæðum,svo sem vegna slits,sjúkdóma,þar á meðal geðfötlunar,slysa o.fl.Það sækist enginn eftir að verða öryrki.Hugmyndir þar um meðal almennings og fjölmiðla eru rangar.Einnig segir í skýrslunni,að fjöldi öryrkja sé ekki meiri hér en í nágrannalöndum okkar.Í Danmörku eru öryrkjar 4,9% af íbúafjöldanum,á Íslandi 6,9%, í Noregi 9,4% og í Svíþjóð 8,9%.Fjölgun öryrkja hér hefur verið sambærileg og í nágrannalöndum okkar.
Það,sem Rannveig Traustadóttir taldi til ráða í málefnum öryrkja er eftirfarandi: að hækka tryggingabætur, að einfalda tryggingakerfið og að berjast gegn neikvæðri fjölmiðlaumræðu um málefni öryrkja.
Ísland hefur undirritað sáttmála Sþ. um fatlaða. Samkvæmt þeim sáttmála ber stjórnvöldum skylda til þess að halda uppi upplýstri umræðu um málefni öryrkja og leiðrétta villur,sem komast á kreik.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.