Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Jón Gnarr villl verða ráðherra
Í þættinum Tvímælalaust,sem Sigurjón Kjartansson stýrir, sagði Jón Gnarr fastagestur þáttarins,að hann gæti hugsað sér að verða ráðherra,jafnvel forsætisráðherra.Hann kvaðst telja,að ráðherrastarfið væri léttara en borgarstjórastarfið.Jón Gnarr sagði,að hannh mundi sennilega bjóða sig fram til þings við næstu þingkosningar.
Þetta leiðir hugann að því að áður en Jón Gnarr gaf þessa yfirlýsingu hafði hann verið orðaður við forsetaembættið.Ef til vill getur Jón Gnarr hugsað sér bæði forsætisráðherrastólinn og forsetaembættið.Spurning er aðeins hvort er líklegra fyriir Jón Gnarr.Rétt er að taka fram,að þátturinn Tvímælalaust er grínþáttur en öllu gríni fylgir nokkur alvara.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.