Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Reynt að hindra störf alþingis
Margir telja,að með ákvörðun sinni um að neita að skrifa undir nýju Icesavelögin hafi forseti Íslands verið að hindra störf alþingis.Nýju lögin voru samþykkt með 70 % atkvæða á alþingi.Miðað við það atkvæðamagn var sjálfsagt og eðlilegt að forsetinn skrifaði undir lögin.Forsetinn lýsir því í raun yfir með ákvörðun sinni,að hann sé andvígur nýja Icesave samkomulaginu enda þótt ljóst sé,að ekki er unnt að semja um betra samkomulag.Samningar eru fullreyndir og þess vegna fer málið fyrir dómstóla, ef það verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Dómstólaleiðin verður Íslandi mun dýrari en samningaleiðin.
Þetta er í annað sinn,sem forsetinn neitar að skrifa undir Icesavelög.Með því er hann að hindra störf alþingis og koma í veg fyrir að alþingi geti leyst málið.Það var alls ekki meiningin þegar ákvæði um málskotsrétt var sett í stjórnarskrána,að það yrði notað til þess að fella milliríkjasamninga og fjárhagsmálefni.Í rauninni átti alls ekki að nota þetta ákvæði nema í algerum undantekningartilvikum.Með notkun forsetans á þessu ákvæði er forsetinn kominn langt út fyrir sitt svið.Hann er kominn í pólitík.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.