Mánudagur, 28. febrúar 2011
Þingsályktunartillaga um skipan stjórnlagaráðs lögð fram
Þingsályktunartillaga um skipun stjórnlagaráðs hefur verið lögð fram á Alþingi. Að tillögunni standa þrír þingmenn úr Samfylkingunni, VG og Hreyfingunni.
Samkvæmt tillögunni er forseta Alþingis, að höfðu samráði við forsætisnefnd Alþingis, falið að skipa 25 manna stjórnlagaráð sem fái það verkefni að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Tillagan gerir ráð fyrir að þeim verði boðið sæti í ráðinu sem landskjörstjórn úthlutaði sæti í kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010, en að öðrum kosti þeim sem næstir voru í röðinni. (visir.is)
Þessi tilhögun mála er heppilegust úr því sem komið er. Það verður of tafsamt og dýrt að láta kjósa aftur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.