Atvinnuleysi 7,6% árið 2010

Á árinu 2010 voru 180.900 á vinnumarkaði. Af þeim voru 167.300 starfandi en 13.700 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 81%, hlutfall starfandi 74,9% og atvinnuleysi var 7,6%. Fjöldi atvinnulausra stendur nánast í stað frá árinu 2009, en frá árinu 2008 hefur atvinnulausum fjölgað um 8.200. Sama má segja um starfandi, fjöldi þeirra hefur lítið breyst frá árinu 2009 miðað við fækkun upp á 11.300 manns frá árinu 2008. Síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna og atvinnuleysi meira en árið 2010. Árið 2010 var atvinnuleysi að meðaltali 9,5% í Reykjavík, 7,5% í nágrenni Reykjavíkur og 5,5% utan höfuðborgarsvæðisins. (Hagstofan)

Þetta er gífurlega mikið atvinnuleysi og enda þótt mörg ríki Evrópu og raunar Bandaríkin einnig glími við enn meira atvinnuleysi en við er það lítil huggun fyrir okkur.Því miður gengur alltof hægt að byggja upp ný atvinnufyrirtæki.Þar veldur margt, m. a. skortur á erlendu lánsfé. Vonandi leysist það mál um leið og Icesave deilan leysist.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband