Mun nýtt kvótafrumvarp innsigla svikin?

Nú er febrúar liðinn og ekki kemur frumvarpið um nýtt fiskveiðistjórnarkerfi enn.Miðað við fyrri yfirlýsingar hlýtur að  vera stutt í frumvarpið.En af aukinn frestur á framlagningu frumvarpsins verður til þess að bæta það er ég hlynntur auknum fresti.

Því miður benda allar fregnir til þess að nýtt frumvarp um aflaheimildir muni innsigla svik á kosningaloforðum stjórnarflokkanna um að fara fyrningarleiðina.Allt bendur til þess að farin verði einhvers konar samningaleið,sem felur það í sér,að gerðir verði samningar við útgerðarmenn um að þeir fái aflaheimildir leigðar til langs tíma,10,20,30 ára.Verði það niðursstaðan eru þetta mestu svik á kosningaloforðum í allri lýðveldissögunni.Það verður þá innleitt kerfi,sem er verra en það kerfi sem fyrir er.Eða m.ö.o: Stjórnarflokkarnir fá meirihluta út á það að þeir ætli að innkalla aflaheimildir á 20 árum og úthluta þeim á sanngjarnan hátt,annað hvort með uppboði aflaheimilda eða eftir réttlátum reglum,sem m.a. tryggi nýjum aðilum rétt til veiða svo og byggðum úti á landi,sem hafa verið sviptar aflaheimildum.En í staðinn fyrir að fara þessa leið er ætlunin að festa í sessi það kerfi að vissir kvótakóngar hafi  nær allar aflaheimildir og til þess að kóróna svínaríið eiga þessir kvótakóngar að fá aflaheimildirnar á leigu til langs tíma ( 15-30 ára).Það verður að stöðva þetta.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband