Þriðjudagur, 1. mars 2011
"Eina úrræðið var að flestra mati að herða sultarólina"
Í skýrslu Rannveigar Traustadóttur o.fl. um hag öryrkja segir svo m.a.:
Vegnaflókinna tekjutenginga bótakerfisins er öryrkjum gert erfitt, ef ekki ómögulegt, að breyta
fjárhagslegum aðstæðum sínum. Tilraunir þátttakenda í rannsókninni til að hafa áhrif á ytri
aðstæður dugðu skammt. Eina úrræðið var að flestra mati að herða sultarólina og hagræða í
heimilisrekstri. Varkárni, útsjónarsemi og fyrirhyggja í fjármálum voru þættir sem flestir
nefndu sem lykilatriði til að komast af. Öll voru þau sammála um nauðsyn þess að temja sér
hófsaman lífsstíl og gera eins litlar kröfur til efnalegra gæða og mögulegt væri. En þrátt fyrir
mikla ráðdeild og hagsýni bjuggu flest sem þessi rannsókn tók til við afar erfiða fjárhagsstöðu.
Eitt af því sem þátttakendur lögðu áherslu á var mikilvægi þess að geta lagt fé til hliðar til að
eiga fyrir óvæntum útgjöldum, en það skiptir sköpum ef fólk á að geta forðast fátækt. Flest
þátttakenda gátu það ekki og mörg þeirra bjuggu í vaxandi mæli við fjárhagsþrengingar vegna
hækkandi verðs á nauðsynjavörum og þjónustu, frystingu bótagreiðslna og afnáms ýmiss
konar afsláttarkjara.
Þetta ert ljótur vitnisburður um aðstæður öryrkja og ótrúlegt,að þetta ástand skuli vera í svokölluðu velferðarríki.Ísland verður að þvo þennan blett af sér sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.