17 af 25 ætla að taka sæti í stjórnlagaráði

17 af þeim 25 sem kosnir voru til stjórnlagaþing ætla að taka sæti í stjórnlagaráðinu, eða telja miklar líkur á því. Hinir átta ætla ekki að taka afstöðu til þess fyrr en endanleg útfærsla liggur fyrir.

Þingsályktunartillaga var lögð fyrir Alþingi í gær um að þau 25 sem hlutu kosningu á stjórnlagaþing verði skipuð í stjórnlagaráð. Fréttastofa hefur nú náð sambandi við alla 25 sem kjörnir voru. Enginn þeirra hefur sagst munu hafna boðinu, og 17 ætla að þiggja sætið, eða telja miklar líkur á því. Þeir sem ekki hafa tekið afstöðu eru Eiríkur Bergmann Einarsson, Freyja Haraldsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Inga Lind Karlsdóttir, Pawel Bartoszek, Silja Bára Ómarsdóttir, Salvör Nordal og Þorvaldur Gylfason. Flest þeirra vilja sjá hver endanleg útfærsla verður á störfum ráðsins áður en þau taka afstöðu.


Formlegt boð um að taka sæti í stjórnlagaráðinu verður ekki sent fyrr en þingið hefur afgreitt tillöguna.(ruv.is)

Skiptar skoðanir eru um stjórnlagaráð.Þeir,sem voru á móti stjórnlagaþingi eru á móti stjórnlagaráði.Ef til vill nokkrir fleiri.En ég tel þetta besta kostinn eins og staðan var orðin.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband