Sjálfstæðisflokkur 36%-Samfylking 23%

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 36% fylgi, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups - bætir við sig tveimur prósentustigum frá síðustu könnun Gallups og 12 prósentustigum frá síðustu kosningum.

Samfylkingin fær 23%, bætir við sig einu prósentustigi en tapar sjö prósentustigum frá kosningum. Vinstri-græn mælast með 18 af hundraði, einu prósentustigi minna en í síðustu könnun og fjórum prósentustigum undir kjörfylgi. Framsókn bætir við sig einu prósentustigi, fær 14% en var með 15 á kjördag. Borgarahreyfingin fékk 7% í kosningunum, en Hreyfingin mælist nú með 5%. Svipaður fjöldi segist ætla að kjósa aðra flokka. Rösklega 13% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og rúmlega 16% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Úrtakið var tæplega 7000 manns.(ruv.is)

Þessi könnun samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups er talvert frábrugðin könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 en samkvæmt þeirri könnun var Sjálfstæðisflokkurinn með rúm 40%. Ég hygg,að könnun Gallups sé nær lagi að því er fylgi Sjálfstæðiaflokksins varðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband